fimmtudagur, 9. október 2008

Brjóstagjafavikan 2008


Nú stendur yfir hin alþjóðlega brjóstagjafavika og er hún haldin hátíðleg á Íslandi dagana 6.-12. október. Þemað í ár er stuðningur, stuðningur við hina mjólkandi móður. Á heimasíðu vikunnar segir meðal annars:

Þegar mæður með börn á brjósti fá nægan stuðning græða allir í samfélaginu. Börnin græða á því að fá bestu fæðu sem völ er á, sérhannaða til þess að tryggja heilbrigðan vöxt og þroska barnsins. Ávinningur fyrir móður er einnig mikill. Brjóstagjöf dregur meðal annars úr streitu, minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, styrkir tengslamyndun við barnið og dregur úr líkum á brjóstakrabbameini. Stórfjölskyldan græðir á því að hafa ánægðara og glaðbeittara barn í kringum sig og vinnuveitendur græða á því að fjarvistir frá vinnu vegna veikinda eru færri, heilbrigðiskerfið græðir af því að brjóstabörn þurfa síður að leggjast inn á spítala. Samfélagið í heild græðir á því að styðja við mæður með barn á brjósti.

Ýmsan fróðleik er að finna á síðunni, og einnig dagskránna, en hana má nálgast með því að smella hér.

Engin ummæli: