fimmtudagur, 16. október 2008

Handgerð leikföng

Etsy.com er síða þar sem handlagnir einstaklingar geta selt handgerðar vörur. Þar er hægt að finna ógrynni af barnavörum, þar á meðal leikföng. Ég ætla nú ekki að fara að leggja til að við förum að eyða krónunum okkar í rándýra vöru í dollurum (spurning hvort það sé nokkuð hægt jafnvel), en hér má þó finna innblástur að heimagerðum jólagjöfum.

Púslufiðrildi frá usnavyretiredvet.

Fíll á hjólum frá Cookie Dough.

Prjónuð skjaldbaka frá Happy Whosits.Rugguhestur frá Little Sapling Toys.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hekluð skjaldbaka ekki prjónuð;)

obbosí sagði...

Góð ábending =D