Áttu í vandræðum með að láta barnið borða?
Við höfum fundið lausn á því, sáum þessi ótrúlega flottu hnífapör sem vekja að öllum líkindum upp mikla matarlyst hjá börnum á Bloesem Kids. Hvað gæti verið skemmtilegra en að láta jarðýtu moka matnum upp á skeiðina?
Hnífapörin eru í forminu eins lyftari, jarðýta og grafa, þau eru létt og með góðu gripi.
Hægt er að nálgast hnífapörin á Flying Peas.
1 ummæli:
haha, ég hef líka séð skeið sem var eins og flugvél... sniðugt =D
Skrifa ummæli