miðvikudagur, 9. apríl 2008

Skipulagið

Við höfum sagt það áður; börnum fylgir heilmikið dót. Það getur verið erfitt að koma öllu fyrir á haganlegan hátt og um leið þannig að það líti vel út. Til allrar hamingju má sækja innblástur í margar áttir. Þessar myndir eru úr samkeppni sem nú stendur yfir á Ohdeedoh sem nefnist Now You See It, Now You Don't.

Ef skáparnir mínir væru svona vel skipulagðir myndi ég ekki heldur hafa hurðar á þeim.

Það eru ekki mörg börn sem eiga svona stórt herbergi (þetta er svona svipað og stofan hjá mér) en mig langaði að hafa þessa mynd með til að sýna sniðuga leið til að nýta pláss fyrir framan glugga. Hér er notuð hilla án baks og glærir kassar fyrir dótið.

Það er eitthvað við þetta sem minnir mig á þegar ég byrjaði í 6 ára bekk.

Þessi mynd er líka frá Ohdeedoh, en ekki úr fyrrnefndri keppni. Þetta lætur ekki mikið yfir sér en ég held samt að þetta sé uppáhalds hugmyndin mín. Þegar von er á barni berst ótrúlegt magn gjafa, þar á meðal fatnaði í ýmsum stærðum. Ég setti fötin sem voru of stór neðst í skúffurnar og það kom oftar en einu sinni fyrir að ég uppgötvaði einhverja flíkina ónotaða - og of litla! Á þennan hátt má skipuleggja fötin eftir stærðum og ekkert gleymist aftast í skápnum. Og það er meira að segja einfalt að búa þetta til sjálfur. (Smellið á meira til að sjá fleiri myndir)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey sniðugt, er þetta skiptiborð þarna til hægri á efstu myndinni inn í "skápnum"?

Kv,
Eygló