fimmtudagur, 10. apríl 2008

Laugardagsheimsókn á Kjarvalsstaði


Á laugardaginn var ákvað ég að leyfa kallinum að sofa frameftir og fara út með strákinn. Við byrjuðum á að fara á leikvöllinn á Miklatúni og löbbuðum svo yfir á Kjarvalsstaði. Þar er yndislegt kaffihús, en það besta er að þar er nægilegt pláss fyrir orkumikinn gaur að hlaupa um, fullt af dóti að leika sér með, bækur til að skoða og litir og blöð til að teikna. Já og listaverk auðvitað líka til að skoða. Við vorum mætt klukkan 10 þegar safnið opnar svo við höfðum staðinn næstum út af fyrir okkur.
Ég held þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég slappaði af með stráknum mínum á kaffihúsi; venjulega þarf ég að stoppa hann af svo hann fari sér ekki að voða í tröppum, velti einhverju um koll eða bara angri aðra gesti sem eru ekki vanir litlum ólátabelgjum.
Ekki skemmir að aðgangur er ókeypis, eins og á önnur söfn sem eru hluti af
Listasafni Reykjavíkur. Tilvalin helgarskemmtun.

1 ummæli:

Sigga sagði...

Æjá flott, ég er alltaf að rembast við að fara með minn á Súfistann, eða Te og Kaffi heitir það víst núna, í Máli og Menningu, en það er eiginlega algjör martröð.