Stóri strákurinn minn hefur afskaplega gaman af því að byggja. Það er alveg sama hvort það eru pínu litlir lego kubbar, stórir trékubbar eða sófapullur, allt virkar sem byggingarefni. Þegar ég fór á útskriftarsýninguna hjá Listaháskóla Íslands sá ég fyrirtaks byggingarefni fyrir hann. Það var veggurinn Stuðlar eftir Friðgerði Guðmundsdóttur. Veggurinn er búinn til úr einingum úr bylgjupappír sem er krækt saman. Einingarnar eru léttar, stöðugar og stórar.... og það sem er stór kostur... það fer ekkert fyrir þeim þegar maður pakkar þeim aftur saman!
Einingarnar eru framleiddar í hvítu, bláu og appelsínugulu og verða til sölu í Epal.
Þetta glæsilega virki byggðum við mæðginin saman.
Byggingameistarinn vildi gera glugga.
Og hérna er frjáls aðferð í turnasmíði!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli