Þrennt í einum stól. Hástóll, lástóll og rugguhestur allt í sama apparatinu.
Húsgagnaframleiðandinn Magis er skrefi á undan samtímanum og ávallt með augun á framtíðinni. Notadrjúg, sniðug og smekkleg hönnun virðist ávallt ganga upp hjá þeim. Framleiðslulínan hjá þeim ber öll þess merki að hönnunin sé margþætt og úthugsuð.
Barnastóll með endalausa möguleika...ruggustóll, hástóll eða lástóll. Hægt að nota innan sem utandyra.
Sem ruggustóll mælist stóllinn 58 l x 49.6 b x 45 h cm
Sem stóll mælist hann 45 d x 49.6 b x 58 h cm með þá sæti í 27 cm hæð eða 37 cm hæð.
Hægt er að kaupa stólinn hérna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli