Heimagerð dúkkuhús
Þegar ég var lítil bjó mamma til brúðuleikhús handa mér úr afgangs krossvið og þetta varð eitt uppáhalds leikfangið mitt. Ég notaði bakhliðina fyrir dúkkuhús og hélt brúðusýningar fyrir litla bróður minn. Það besta við það var að mamma hafði séð möguleikana í einhverju sem átti að henda og eytt tíma í að búa eitthvað til handa mér (einu sinni bjó hún líka til hálsmen handa mér úr melónusteinum og ég man enn hvað ég varð glöð þegar hún gaf mér það).
Svo þegar ég sá þessi dúkkuhús á Green Dollhouse varð ég bara að setja inn póst um þau.
Sjáið fleiri myndir á heimasíðunni þeirra. (Smellið á LESIÐ NÁNAR til að lesa alla greinina)
Þetta ótrúlega einfalda dúkkuhús sá ég líka á Nesting (þið sjáið leiðbeiningarnar ef þið smellið á krækjuna). Það eina sem þið þurfið eru tvö pappastykki í sömu stærð, gjafapappírsafgangar og hvað sem ykkur dettur í hug að nota, dúkahnífur og lím). Góða skemmtun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli