föstudagur, 11. apríl 2008

Bjalla

Þessi Wheely Bug bjalla er algjör snilld og eiginlega skyldueign á hvert heimili! Hönnunin er svo skemmtileg að við höfum ekki enn hitt fyrir barn sem laðast ekki ósjálfrátt að Bjöllunni. Það er eitthvað við þetta lag sem virðist heilla litlu krílin og ekki skemmir fyrir að það er mjög auðvelt að fara út og suður á henni. Hjólin eru þannig að þau snúast í allar áttir og gerir það að verkum að ferðinni lýkur ekki þegar klesst er á eitthvað, þá er bara hægt að ýta sér til hliðar eða snúa sér á punktinum. (Smellið á LESIÐ NÁNAR til að lesa alla greinina)

Ein lítil frænka var búin að eyða öllum deginum á svona græju hjá okkur þegar hún loks stoppaði, leit á okkur mjög sposk og sagði "systir mín á líka bjöllu!" og hélt svo áfram að djöflast.

Systirin á sem sagt VW Bjöllu.

En þessar áströlsku pöddur fást hjá danska umboðsaðilanum Carla og Co og þau senda heim á frón fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar. Eins og sést á myndinni hér til hliðar þá er hægt að fá nokkrar útfærslur en þessi klassíska er eiginlega lang flottust.

Einnig er hægt að kaupa þær beint hjá Einu sinni var og Börn náttúrunnar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við eigum líka svona, eða strákurinn okkar sko og finnst þetta geðveikt sniðugt, strákurinn okkar þeytist út um allt á þessu og svo gerir ekkert til ef hann skilur þetta eftir einhvers staðar inní stofu því þetta er svo flott. Við eigum kúnna (ehem og stundum setjum við hana viljandi inn í stofu þegar það koma gestir... ehehe)

Nafnlaus sagði...

Það eru til svona bjöllur í Einu sinni var.

obbosí sagði...

Bætti því inn :)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða, er komin í favorites hjá mér;) En segðu mér, þessi "klassíska" týpa sem þú talar um - er það þessi rauða og svarta?
Kv. Steinunn

obbosí sagði...

Þessi klassíska er víst þessi rauða og svarta, hinar komu á eftir og eru einnig mjög fallegar.