laugardagur, 12. apríl 2008

Lærdómsríkir tölvuleikir

Námsgagnastofnun er með mjög sniðuga tölvuleiki fyrir börn og unglinga á heimasíðunni sinni namsgagnastofnun.is. Þessir leikir er ókeypis og leikur maður þá á netinu.

Ég veit svo sem ekki hvort að unglingar hafi áhuga fyrir að leika námstengda tölvuleiki þegar úrvalið á annarskonar tölvuleikjum flæðir um allt. Ég veit hinsvegar að námsfúsir leikskólakrakkar eins og 5 ára strákurinn minn hafa afskaplega gaman af stafa- og stærðfræðileikjunum, en við erum bara rétt að byrja að skoða úrvalið.

Leikjasafnið hjá Námsgagnastofnun fer ört stækkandi og eru flokkarnir: danska, enska, íslenska, landafræði, lífsleikni, myndlist, náttúrufræði, stærðfræði og ýmislegt.

Engin ummæli: