fimmtudagur, 3. apríl 2008

Endurnýting vaxlita

Á síðunni hennar Mörthu Stewart rákumst við á þessa frábæru lausn til að endurnýta vaxliti.

Það eina sem þarf eru gamlir vaxlitir í öllum regnboganslitum og lítil kökuform. Við hita bráðna vaxlitirnir og því er möguleiki á að blanda saman allskyns litum og búa til sína eigin liti, t.d. gula og rauða til að teikna sólarlag.

Kökuform má fá í flestum búsáhaldaverslunum og henta sílikonform ákaflega vel til föndursins.

Áhöldin eru:
Vaxlitir
Eldhúshnífur
Kökuform

Aðferð:
Heppilegt er að foreldrarnir saxi niður litina í búta og börnin dundi sér við að raða þeim saman í formin.

Stillið ofninn á 150°C og hitið í 15-20 mín. Svo þegar litirnir hafa kólnað er hægt að ná þeim úr forminu ef þeir eru hinsvegar fastir er hægt að setja þá í frysti í ca. 1 klst. og losna þeir þá auðveldlega úr.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er sniðugt! Jafnvel þess virði að taka bara nýjan litakassa ef maður á ekki litla brotna liti og búa til svona skemmtileg form til að lita með.

Nafnlaus sagði...

Algjör snilld. Er einmitt með fulla skúffu af brotnum litum sem voru á leiðinni í ruslið.

Frábær síða hjá þér/ykkur.

kveðja,
Valla