mánudagur, 23. júní 2008

Frábær búbót

Á Boing Boing Gadgets fundum við þessa frábæru mæliskeið. Hún væri eflaust dýrasta mæliskeið sem keypt hefði verið á heimilið en framleiðandinn heldur því fram að nákvæmni skeiðarinnar sé upp á 1/10 úr grammi. Á Boing Boing Gadgets mæla þeir með að skeiðin sé tilvalin til að vigta "saffran, trufflur, balsamik og krakk" en hið síðastnefnda nýtist líklega eingöngu mjög þröngum hópi fólks sem er í mæliskeiðahugleiðingum.
Á ProIdee er hægt að panta þessa frábæru skeið og senda þeir hingað á Frón. Er ég viss um að litlir sem stórir stráklingar hefðu gaman af að mæla allt það skemmtilega sem leynist í eldhúsinu með þessum skemmtilega grip.

Engin ummæli: