Ikea Hacker er síða þar sem handlagið fólk getur sent inn myndir af hlutum sem það hefur búið til úr húsgögnum og öðru sem keypt hefur verið í Ikea. Við höfum áður skrifað um skiptiveski sem búið var til úr geisladiskamöppu, og nú fundum við þennan krúttlega barnafataskáp sem búinn var til úr lítilli bókahillu. Smellið hér til að nálgast leiðbeiningarnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli