Við fjölskyldan skelltum okkur í IKEA í dag til að kaupa spegil og gera okkur glaðan dag og fara út að borða. Á barnvænan veitingastað þar sem fáir kippa sér upp við þó að barnið reki upp frekjuóp og skemmtióp.
En er við göngum inn kemur kona til mín og spyr hvort hún megi gefa mér nafnspjald.. fyrsta sem kom upp í huga mér að hún væri trúboði. En ég sagði: Jú auðvitað!
En þá var hún að gefa mér nafnspjald af ógurlega sætri netverslun sem heitir Litlar stjörnur. Heimasíðan er hér.
En þar fást þessir ógurlega krúttlegu leðurskór, hver veit nema að litli prinsinn sem ég mun þekkja brátt fái svona skó í pakkann sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli