Já það fer um mig hrollur þegar ég lít út um gluggann á morgnana þessa dagana. Ég er farin að finna til þykku peysurnar og lopasokkana og sé kósíkvöld fyrir framan sjónvarpið í hillingum. Einhvern vegin er þetta samt minn uppáhalds tími ársins, það er svo notalegt að kúra í hlýjunni á meðan rigningin ber á gluggunum. Auðvitað eyði ég líka hellings tíma fyrir framan tölvuna á svona kvöldum og finnst fátt skemmtilegra en að skoða hvað gæti verið gaman að eyða peningunum í. Hér kemur brot af því sem ég hef verið að skoða:
Ætli það sé hægt að fá þetta í fullorðinsstærðum? Teddy Toes Couture flísteppi fæst
hér.

Ævintýralegt tjald fyrir spennandi innileiki. Fæst t.d. á
Amazon.

Þessi frábæri púði sem er hægt að stinga fótunum ofaní fæst í
Ikea á 695 krónur!

Þessi græni flóðhestalampi kemur manni í gott skap um leið og hann lýsir upp skammdegið! Fæst
hér.

Einn furðuhlutur að lokum. Þetta er trefill. Sem um leið er ferðaskemmtistaður fyrir ungabörn. Vefðu honum um hálsinn á þér og sláðu tvær flugur í einu höggi. Haltu á þér hita og hafðu ofan af fyrir barninu þínu (svo lengi sem þú heldur á því). Ég veit nú ekki hvort ég myndi láta sjá mig með þetta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli