föstudagur, 18. apríl 2008

Útskriftarsýning LHÍ

Mjög skemmtileg fjölskylduskemmtun að kíkja á það sem framtíðarlistamennirnir okkar eru að fást við. Þessar sýningar eru með skemmtilegri sýningum sem við fjölskyldan förum á.

Útskriftarsýning Listaháskóla ÍslandsVerk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeildÍ Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Opnun laugardaginn 19. apríl kl. 14.00.
Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna alla sunnudaga kl.15.00 en þá munu nemendur veita gestum innsýn í verkin sín. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa virka daga í s: 590 1200 / netfang: fraedsludeild@reykjavik.is

Skartgriparæktun í gróðurhúsi, retro snjósleði, Menningar- og náttúrusetur á Álftanesi, vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skófatnaður, sprengt mótorhjól, rusl í rými, hlaupandi menn, innsetningar, fatahönnun, skilveggur úr papakössum, ljósgjafi, veggspjöld, sérsmíðaður borðbúnaður, gagnvirk vídeóverk, verzlun smákaupmanns, leturtýpur, gjörningar, fánastöng, útilistaverk, bækur og bátur uppi á þaki.
Listaháskóli Íslands

Engin ummæli: