laugardagur, 19. apríl 2008

Gaman á Amazon

Eitt það besta við internetið er að geta keypt allt sem hugurinn girnist (og buddan leyfir) á meðan maður situr í sófanum heima í stofu. Hér eru nokkrir hlutir sem ég fann á Amazon:


Við þurfum ekki að sætta okkur við eintómt kranavatn bara útaf því að við eigum von á okkur. Í Margarita Mama er hellingur af góðum hanastéls uppskriftum fyrir verðandi mæður. Til dæmis Hvítur Rússi:


1 bolli vanilluís eða frosin jógúrt
1/2 bolli engiferöl
1 matskeið kaffisíróp
2 matskeiðar súkkulaðisíróp
1/2 bolli klakar


Setjið allt nema 1 matskeið súkkulaðisíróp í blandara og blandið vel. Hellið í fallegt glas og skreytið með súkkulaðisírópinu sem eftir er (þessari einu matskeið, ekki allri flöskunni ;), njótið samstundis!
Og mundu að þú ert að drekka fyrir tvo!Eruð þið orðin pínu leið á að heyra sömu barnalögin aftur og aftur? Hvernig væri að kynna rokkstjörnur framtíðarinnar fyrir Colours Are Brighter, alvöru rokktónlist fyrir töff krakka? Engar spiladósir eða tyggjópopp hér! Diskurinn er settur saman af Mick Cooke úr Belle & Sebastian og flytjendurnir eru ekki af verri endanum. Hér er lagalistinn:

1. Go Go Ninja Dinosaur - Four Tet, Princess Watermelon
2. Skeleton Bang - Rasputina
3. Jackie Jackson - Franz Ferdinand, Franz Ferdinand
4. I Am an Astronaut - Snow Patrol
5. Pooh Trilogy - The Divine Comedy
6. King & I - The Kooks
7. David Wainwright's Feet - Half Man Half Biscuit
8. Tidy Up Tidy Up [Edit] - Barcelona Pavilion
9. Our Dog Is Getting Older Now - Jonathan Richman
10. Monkeys Are Breaking out the Zoo - Belle & Sebastian
11. Mud - Ivor Cutler
12. Big Ol' Bug Is the New Baby Now - The Flaming Lips
13. Night Baking - Kathryn Williams

Og hér getið þið hlustað á 4 lög af plötunni.Svipuð hugmynd og handa og fóta afsteypurnar sem við skrifuðum um fyrir stuttu er þetta bumbugipsmót.


3 x 2,2 metra veggfóður af öllum heiminum! Það er ekki hægt að verða leiður á þessu.

Ég gæti haldið áfram endalaust en læt þetta duga í bili. Ég mun halda áfram að skoða úrvalið og pósta það besta hér.

Engin ummæli: