5 ára strákurinn minn kom heim afskaplega glaður eftir heimsókn hjá vini sínum um daginn. Hann sagði mér frá skemmtilegum tölvuleik sem þeir höfðu spilað og talaði um bíla og innipúka og ég skildi ekki neitt í neinu. Satt að segja var ég eiginlega bara hálf svekkt yfir því að orkumiklir 5 ára strákar hefðu bara setið inni í tölvuleik í staðinn fyrir að fá almennilega útrás fyrir orkuna. Þangað til ég áttaði mig á að auðvitað var hann að tala um Krakkana í Kátugötu, sem er kennsluefni fyrir leikskólakrakka í umferðarreglunum. Þeir höfðu þá sem sagt skemmt sér konunglega við að læra um umferðaröryggi í tölvuleik frá Umferðarstofu!
Ég er ekkert svakalega hrifin af tölvuleikjum en auðvitað eru þeir ekki alslæmir. Sérstaklega ekki ef þeir kenna krökkunum eitthvað gagnlegt í leiðinni.
Hérna eru umferðartölvuleikirnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli