Sumardagurinn fyrsti, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl).
Á sumardaginn fyrsta ætlum við fjölskyldan með barnið og eina litla á Þjóðminjasafnið en henni finnst alveg ótrúlega spennandi að fara á það safn.
Dagskráin er skemmtileg en þá er einnig frítt í safnið. Þar sem það er ekki oft frítt í söfnin á maður ekki að láta það framhjá sér fara þegar koma slík gylliboð.
Dagskrá Sumardagsins fyrsta í Þjóðminjasafninu er að þessu sinni helguð börnum og brúðum. Fyrst ber að nefna Gangandi brúðuleikhús Konstantin Shcherbak og Maríu Bjarkar Steinarsdóttur sem verður með leiksýningar klukkan 14 og 16. Aðalbrúða sýningarinnar er hin rússneska karnivalsbrúða Petrushka.
Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju.
Gangandi brúðuleikhús byggir á Petrushka brúðuleikhúsi sem er hluti af rússneskri karnivalsmenningu. Konstantin og María endurskapa hefðbundið rússneskt brúðuleikhús með brúðunni Petrushka og flutningi á alþýðutónlist.
Það er gaman vera barn í Þjóðminjasafninu á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst klukkan 14 en opið hús er allan daginn 11-17 og ókeypis inn.
Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju.
Gangandi brúðuleikhús byggir á Petrushka brúðuleikhúsi sem er hluti af rússneskri karnivalsmenningu. Konstantin og María endurskapa hefðbundið rússneskt brúðuleikhús með brúðunni Petrushka og flutningi á alþýðutónlist.
Það er gaman vera barn í Þjóðminjasafninu á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst klukkan 14 en opið hús er allan daginn 11-17 og ókeypis inn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli