þriðjudagur, 10. júní 2008

Fjölskyldan á borðum


Leirlistakonan May Lukt sameinar tvær ástríður sínar, keramik og myndskreytingar í fallegu djúpu diskunum sínum "Bespoke Silhouette Bowl From Your Photo".


Eins og nafnið gefur til kynna gerir hún diska eftir vangamyndum sem kaupandinn sendir henni. Diskarnir eru því afskaplega persónulegir og skemmtilegt að hafa þá við borðhaldið eða bara til skrauts.  

Diskarnir eru mjög notendavænir og þola bæði að fara í uppþvottavél og örbylgjuofn. 
Þeir eru tilvaldir í gjöf handa ástvinum... eða bara handa manni sjálfum.... ég væri til í að safna mér í sett af allavega 12 vangasvipum!
Diskarnir fást hérna.

Engin ummæli: