laugardagur, 5. júlí 2008

Regnboga leikfang/hljóðfæri


Regnboginn var hannaður af Heiko Hillig. Þetta er eitt mest selda leikfangið frá Naef. Hann hefur hlotið mörg verðlaun þ.á.m. German Design Award Wooden Toys árið 1997.
Regnboginn er frábært leikfang sem örvar tóneyrað ásamt því að bjóða uppá óteljandi möguleika á litaröðun og tónröðun.
Regnboginn fékkst í Börn náttúrunnar en þeir selja hann ekki lengur heldur litla regnbogann sem er ekki síðra leikfang.
Regnbogann í formi hljóðfæris er aftur á móti hægt að panta hér.

Engin ummæli: