fimmtudagur, 10. júlí 2008

Frostpinnar fyrir sólbitnar mömur


Það er aldeilis búið að vera bongóblíða hérna á suðvesturhorninu og vonandi hjá ykkur hinum líka. Svo mikil blíða að maður getur verið úti léttklæddur langt fram á kvöld og jafnvel snætt úti án þess að vera í dúnúlpu.
Það er mikill spenningur heima hjá mér að búa til frostpinna og má gera þá úr ýmsum ávöxtum eins og jarðaberjum, kíwí, appelsínum, eplum og svo mætti lengi telja, ávaxtasafa, jógúrt með smá slettu af flórsykri til að gera þá eilítið sæta fyrir þá sem vilja og eru þeir mjög vinsælir meðal yngra fólksins.
En á síðunni food+flower+style fann ég eðaluppskrift fyrir okkur í eldri kantinum sem ég prófaði og voru ljúffengir.
Frostpinnar fyrir sólbitnar mömmur
2 stór Mangó
1/4 bolli Lime safi eða vatn
1 lítill þurrkaður chilli (chile de arbol) fræhreinsaður
1 líter vanillur eða kókós ís
Taktu ísinn úr frystinum
Skerðu mangó í blender settu safann með, blandaðu þangað til hann er orðinn silkimjúkur.
Bættu við chilli og blandaðu þangað til hann er orðinn vel brytjaður niður
Settu ísinn í skál og hrærðu í þangað til hann er orðinn mjúkur en ekki bráðnaður
Bættu við púrrunni og settu í frostpinnaform og í frysti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmmmm...