mánudagur, 28. júlí 2008

Meira um crocs


Ég veit ekki hvar þið standið í sambandi við crocs skóna og ég skal láta ósagt hver mín eigin skoðun er, en fyrir aðdáendur skærlitaðs skótaus úr léttu plasti vil ég kynna til sögunnar handtösku í stíl! Sannar dömur bera töskur í stíl við skóna sína, er það ekki? Meira að segja í garðvinnuna (ef það kveikir í ykkur, rifjið þá endilega upp þennan póst), á ströndina, í sund eða hvað sem ykkur dytti í hug að nota þetta í. Fæst hér.

1 ummæli:

Hrafndís sagði...

Þetta er meiri viðbjóðurinn!!!!