miðvikudagur, 18. júní 2008

Húsráð

Það eru til fjölmörg húsráð og eru þau misgóð eins og þau eru mörg.

Eitt húsráð með að venja börn á að pissa í kopp virðist virka ótrúlega vel heima hjá vinkonu minni og munum við brátt nota sama ráð á barnið okkar.
Þegar þau byrja að nota kopp finnst þeim voðalega spennandi að eitthvað komi í koppinn og gleðjast ógurlega yfir því að eitthvað komi í hann.
Það er fátt leiðinlegra en að þurfa sitja á koppinum og ekkert kemur. Mamman orðin pirruð og barnið hundfúlt útí þetta apparat sem það þarf að sitja á í heila eilífð.

Húsráðið sem við fengum hjá einni góðri vinkonu var að um leið og þau vakna þá tekur maður fram koppinn, fjarlægir bleyjuna, setur barnið eldsnögtt berrassað á gólfið (sitjandi þá) og beint á koppinn þá á morgunbunan að koma í koppinn.
Hefur þetta gengið eins og í sögu heima hjá vinkonunni og litli snáðinn hættur með bleyju.
Sjáum svo til hvort þetta virki á krílið á þessu heimili.

Engin ummæli: