Í framhaldi af póstinum hér fyrir neðan þá langar mig til að sýna ykkur í nokkrum póstum hvað ég ef verið að fást við.
Krummi elskar fallega hluti og grípur þá til að færa í hreiðrið sitt.
Herðatrén hanga úr loftinu í stálvír og birtast sem fljúgandi hrafnar.
Þau fást í plexigleri og krossvið. Krummi eru tilvalinn í forstofuna fyrir yfirhafnir - eða bara fyrir uppáhalds kjólinn, til að hafa til sýnis í staðin fyrir að fela hann inni í fataskáp.
Í sömu krumma fjölskyldu eru herðatré með hanka til að hengja upp á slá
...og herðatré til að hengja upp buxur og pils.
Einnig fæst hann í Epal, Kisunni, Kraum, Póley, Sirku, Snúðum & Snældum og Þjóminjasafninu.
2 ummæli:
Virkilega skemmtileg herðatré
Líka gaman að vita hver stendur á bak við þessa frábæru síðu, hef oft velt því fyrir mér :)
kv
helga
Thetta eru snidug herdatrè :)
Skrifa ummæli