laugardagur, 5. apríl 2008

Tæmdu glasið


22. mars síðastliðinn var alþjóðlegur dagur tileinkaður vatni; Dagur vatnsins. Af því tilefni standa Orkuveita Reykjavíkur, UNICEF og valdir veitingastaðir fyrir svokallaðri Vatnsviku dagana 4.-13. apríl. Í Vatnsvikunni gefst viðskiptavinum veitingahúsa tækifæri til að greiða fyrir það vatn sem þeir drekka í þágu góðs málstaðar. Auk þess stendur þeim til boða að greiða hærri styrki í gegnum veitingareikning sinn.

Söfnunarféð rennur til vatnsverkefna UNICEF um allan heim. Samtökin vinna að því í yfir 90 löndum að auka aðgang barna að vatni enda skiptir heilnæmt vatn sköpum fyrir lífsviðurværi barna sem búa við bág kjör.

Smellið hér til að lesa meira um verkefnið og sjá hvaða veitingastaðir taka þátt.

Engin ummæli: