22. mars síðastliðinn var alþjóðlegur dagur tileinkaður vatni; Dagur vatnsins. Af því tilefni standa Orkuveita Reykjavíkur, UNICEF og valdir veitingastaðir fyrir svokallaðri Vatnsviku dagana 4.-13. apríl. Í Vatnsvikunni gefst viðskiptavinum veitingahúsa tækifæri til að greiða fyrir það vatn sem þeir drekka í þágu góðs málstaðar. Auk þess stendur þeim til boða að greiða hærri styrki í gegnum veitingareikning sinn.
Söfnunarféð rennur til vatnsverkefna UNICEF um allan heim. Samtökin vinna að því í yfir 90 löndum að auka aðgang barna að vatni enda skiptir heilnæmt vatn sköpum fyrir lífsviðurværi barna sem búa við bág kjör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli