Sunnudaginn 6. apríl klukkan 15 verður í annað sinn boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ferðalagið hefst í skipi landnámsmanna á 9. öld en útlínur þess má sjá á gólfinu þegar gengið er inn á grunnsýningu safnsins. ,,Siglt“ verður með börnunum gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar.
Safnfræðsla Þjóðminjasafnsins stendur fyrir öflugu barnastarfi og er ýmislegt í boði fyrir börn á safninu. Stefnt er að því að bæta framboðið enn frekar og er barnaleiðsögnin á sunnudaginn liður í því.
Leiðsögnin er miðuð við börn á aldrinum 6-11 ára. Börn eru alltaf velkomin í Þjóðminjasafnið og fjölskyldufólk er hvatt til fjölmenna.
Leiðsögnin er miðuð við börn á aldrinum 6-11 ára. Börn eru alltaf velkomin í Þjóðminjasafnið og fjölskyldufólk er hvatt til fjölmenna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli