þriðjudagur, 6. maí 2008

Blátt áfram


Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Á heimasíðu þeirra er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig við getum lagt okkar fram, bæði með því að styrkja fræðsluátak þeirra og með því að vera sjálf á varðbergi og meðvituð um ábyrgð okkar á að vernda börnin í lífi okkar.
Þann 8. maí verða fjáröflunartónleikar á Nasa þar sem fram koma Mercedes Club, Sálin Hans Jóns Míns, Ný Dönsk, Buff, Nylon og margir fleiri. Miðaverð er aðeins 2000 krónur, sem er ekki mikið til að styðja jafn gott og áríðandi málefni og þetta.

Engin ummæli: