sunnudagur, 27. apríl 2008

Burt með blettina...

...og besta leiðin til þess er að fá enga bletti. Hjá strákunum mínum var ekki nóg að vera með þennan venjulega smekk því að blettirnir komu líka á ermarnar. Smekkirnir sem virkuðu best voru því með ermum og vasa framan á sem greip líka það sem lak niður. Ikea er með mjög góða útgáfu af þessari týpu af smekkjum og fást tveir saman á 395 kr. Þeir þola líka venjulegan þvott á 40° sem er ekki verra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já mín er einmitt alltaf með bletti á ermunum þar sem hún nagar þær alltaf inná milli þess sem hún fær sér bita...
Ég verð greinilega að fjárfesta í svona!

Nafnlaus sagði...

Ég á svona handa guttanum mínum og þetta er sko algjör snilld:)
engir erfiðir blettir lengur í fötunum og maður hefur sko engar áhyggjur þó allt subbist út um, allt:)