þriðjudagur, 1. apríl 2008

Flott veggfóður

Ég er búin að þræða allar mögulegar og ómögulegar búðir í Reykjavík og nágrenni í leit að veggfóðri/vegglímmiðum eða einhverju öðru skemmtilegu til að setja upp í herbergi sonar míns. Ég er að leita að einhverju sem er dáldið sérstakt, eitthvað fallegt og örvandi en alveg pottþétt ekki eitthvað sem er auglýsing fyrir eitthvað barnaefni, eins og Bubbi Byggir, Latabæ eða Disney. Það má gjarnan endast fram yfir 5 ára aldurinn og því má kostnaðurinn líka alveg vera aðeins hærri en gengur og gerist. Í dag rakst ég á póst um Studio Nommo á Nesting og féll gjörsamlega fyrir hönnun þeirra.Hér gæti litli drengurinn minn falið sig í grasinu... Eða siglt á haf út... Hér gæti hann skrifað hugsanir sínar... Eða málað málverkin sín...
Studio Nommo er staðsett í Istanbul og síðan þeirra er öll á tyrknesku, en myndirnar tala sínu máli. Ef ég get einhvern tíman ákveðið hvaða veggfóður mig langar í er hægt að hafa samband við deniz@studionommo.com til að panta. Ég held ég þurfi að hugsa mig um lengi, en það er allt í lagi því það er frábært að skoða síðuna þeirra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VÁ, VÁ, VÁ!!!!
ROSALEGA FLOTT:)

Unknown sagði...

Vá.. til hamingju með síðuna, ekkert smá flott hjá ykkur! Hlakka til að fylgjast með :)

Kv. Íris Sig.