sunnudagur, 6. apríl 2008

Kökupartý

Börnum þykir fátt skemmtilegra en að fá að bardúsa í eldhúsinu. Það þarf ekki að vera flókið að leyfa þeim að bardúsa í eldhúsinu, jafnvel að slá upp einu kökupartý.

Við frænkurnar áttum eitt gott kósýkvöld saman fyrir stuttu og þeirri stuttu langaði óheyrilega að baka súkkulaðiköku fyrir kvöldið okkar en þar sem kakan þótti alltof falleg í okkur tvær ákváðum við að bjóða hinum frændsystkinum okkar í kökupartý daginn eftir. Alls tók allt ferlið kannski 2 tíma með undirbúningi og tiltekt.

Það besta við undirbúninginn var sá að hún sá algjörlega um hann sjálf og var stóra frænkan aðeins notuð til að setja kökuna í ofninn og taka hana úr. Hún rétti þó fram litla fingur þegar efri botninn var settur á.

Í svona flott kökupartý eins og hún útbjó þurfti aðeins eina Betty Crocker súkkulaðiköku sem fæst í öllum matvöruverslunum landsins, Betty Crocker krem, kökuskraut sem til var á heimilinu og síðast en ekki síst sykurpúða.
A4 ljósritunarblað, penna og límmiða.

Meðan kakan bakaðist klippti hún út, skrifaði og límdi límmiða á sætamerkin. Eftir baksturinn sofnaði stoltur meistarAkokkur og beið í ofvæni eftir að fá að bjóða hinum frændsystkinunum í Kastalaköku sem hún bjó til alveg ALEIN.

Það þarf ekki mikið til að gleðja og eiga góða stund saman.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislega skemmtileg síða hjá ykkur, gaman að fylgjast með. Ég var einmitt með svipað svona kökupartý um daginn, er núna vinsælasta frænkan!
Held áfram að fylgjast með ykkur til að fá góðar hugmyndir!
Kv,
Anna G.

obbosí sagði...

Takktakk, aðal fúttið var auðvitað að fá svo krakkana í heimsókn og monta sig pínu pons yfir afrekinu