sunnudagur, 27. apríl 2008

Og meiri snagar


Og við komum aftur með snaga. Gat bara ekki staðist það að birta þessa hugmynd. Auðveldari gerast þær ekki.
Við rákumst á hana á Tangled and true en upprunalega kemur hún af frönsku bloggsíðunni oh c chou
Það sem þarf:
Viðarbútur
6 marglit plastglös frá IKEA
Rúllu eða pensil
Bor
Skrúfjárn
8 Skrúfur
Aðferð:
Málið viðarbútinn með hvítri akrýl málningu. Látið þorna og málið aðra umferð ef fyrsta þekur ekki nógu vel. Borið gat í gegnum glösin. Komið glösunum fyrir á viðarbútinn, hafið ca. 15 cm. frá miðju glassins að miðju næsta glas. Skrúfið glösin föst. Gerið gat á sitthvorn endann svo hægt sé að festa snagann á vegg.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er töff!

oh © chou sagði...

thank you for the link :))