mánudagur, 7. apríl 2008

Barcelona stóll

Barcelona stóllinn eftir Mies van der Rohe var upprunalega hannaður fyrir þýska sýningarskálannn á Heimssýningunni í Barcelona 1929.
Hann var framleiddur á mjög vandaðan hátt og í takmörkuðu upplagi af tveimur þýskum framleiðendum.
Árið 2007 kynnti Knoll Barcelona stól í barnaútfærslu á húsgagnasýningunni í Mílanó. Hann er fáanlegur í svörtu leðri. Stóllinn er ekki fjöldaframleiddur og því þarf að sérpanta hvert eintak.

Til gamans má nefna að stólinn kostar ekki nema 525 þúsund krónur miðað við hið sérlega hagstæða gengi evrunar í dag.

Stólinn er hægt að panta í gegnum
Kids Modern

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að fara að leggja fyrir! Þetta er enginn smá peningur fyrir annars flottan stól..