mánudagur, 14. apríl 2008

BúningaLeikur

Börnum finnst fátt skemmtilegra en að bregða sér í alls kyns gervi og bregða svo á leik. Í okkar fjölskyldu eru til ógrynni af búningum og oftar en ekki má sjá lítinn Bósa Ljósár skottast framhjá manni eða prinsessur í lakkskóm arka um hverfin. (Ýtið á LESIÐ NÁNAR til að sjá meira)

Á heimilinu okkar var keypt gríma í IKEA á aðeins 395 kr. og sett í dótakassann. Gríman vakti þvílíka lukku og skapaði neyðarástand þegar öll frændsystkinin vildu vera með grímuna á sama tímanum. Húsfreyjan brá því á það ráð að næla sér í skemmtilega snaga og nokkur stykki í viðbót.

Við hengdum snagana í barnahæð og hengdum mismunandi gervi á hvern snaga svo nú á hver gríma sinn snaga og eru það ótrúlegir hlutverkaleikir sem verða til á heimilinu þegar við fáum litla skemmtilega gesti.

Engin ummæli: