þriðjudagur, 1. apríl 2008

Engin venjuleg hjól



Að hjóla fyrir barn er stórkostleg skemmtun, barnið kannar heiminn og finnst fátt skemmtilegra en að þeysast um göturnar á hjólinu. Það er fátt sem jafnast á við nýtt hjól í huga barnsins og það að missa hjálpardekkin er stór sigur.

LIKEaBIKE eru frábær leikfarartæki fyrir börn frá tveggja ára aldri. Þau eru nánast eins og hjól en án pedala.

Hjólin eru hönnuð með það í huga að þroska hreyfigetu, jafnvægi og samhæfingu ungra barna. Börn sem þeysast um á LIKEaBIKE þjálfa þessa þætti mun fyrr en þau börn sem þeysast um á þríhjóli eða hjólum með hjálpardekkjum.

Þegar barnið hefur náð fullkomnu jafnvægi á LIKEaBIKE hjólunum þá er það auðvelt skref að skipta yfir í tvíhjól með pedölum. Hver man ekki eftir því þegar það losnaði við hjálpardekkin af hjólinu og gat þeyst um eins og vindurinn en hversu ljúft hefði það verið að þurfa aldrei að nota hjálpardekkin heldur geta bara brunað um á hjólinu strax.

Allar upplýsingar um hjólin er hægt að nálgast hér.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ hæ,
vitið þið hvar þetta hjól fæst?
Mér finnst þetta storsniðugt eintak :)
Kv.
Harpa

obbosí sagði...

hjólið fæst í Bretlandi en sá svona seinasta sumar í LiggaLá á Laugavegi.

Nafnlaus sagði...

Hæ, flott síða!
Ég hef séð svipuð hjól í dótabúðinni við Hlemm (man ekki hvað hún heitir). En ætli það sé ekki hægt að panta þessi hjól ef maður fer á heimasíðuna hjá þeim???

obbosí sagði...

John frá LIKEaBIKE hafði samband við okkur. Það er ekkert mál að fá hjólin send til Íslands beint frá þeim, hafið samband í info@likeabike.co.uk til að fá gefið upp verð. Hjólin eru mismunandi að þyngd og stærð svo sendingarkostnaður er misjafn eftir því hvaða hjól er valið.