miðvikudagur, 2. apríl 2008

Fegurðin í hversdagsleikanum

Þegar maður er mikið bundinn heimavið og lífið virðist ansi tilbreytingalaust á köflum er gott að láta minna sig á hversu fallegur hversdagsleikinn getur verið. Nú er komið út nýtt tímarit, Seeing The Everyday, sem leggur einmitt áherslu á fegurð fjölskyldulífsins.

Hugmyndin er sú að litlu stundirnar sem líða hjá án þess að við tökum eftir þeim eru jafn mikilvægar (ef ekki mikilvægari) stóru afmælisboðunum, utanlandsferðunum og öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur í þeirri trú að það veiti börnum okkar fyllingu. Eins og ein móðirin segir í fyrsta tölublaðinu, þá er það oft við uppvaskið eða önnur verk sem við náum fyrst almennilega tali af börnunum okkar, þau segja okkur frá vinum sínum, kennurum og hvað þeim finnst skemmtilegast í skólanum.

Ekki skemmir fyrir að blaðið er algjörlega laust við auglýsingar. Eitt tölublað kostar $6.25 og árs áskrift (4 tölublöð) $20. Við reyndum að hafa samband við blaðið til að athuga hvort hægt sé að fá blaðið sent til Íslands en höfum ekki fengið svör. Ákváðum samt að setja inn póst um það því okkur fannst þetta ágætis áminning um að njóta lífsins á hverjum degi.

3 ummæli:

obbosí sagði...

Ritstjórarnir hjá Seeing the Everyday höfðu loks samband við okkur og færðu okkur þær fregnir að þeir senda blaðið svo sannarlega til Evrópu - smellið bara á "Shipping outside the U.S?" krækjuna í "checkoutinu".

tara sagði...

Sæl
Flott og gagnleg síða
Mig langar að vita hvort hægt sé að fá þetta blað hér heima, þ.e. í bókabúð

obbosí sagði...

Því miður held ég að blaðið fáist ekki í bókabúðum hér á landi þannig að eins og er er eingöngu hægt að panta það í gegnum heimasíðu þeirra.