fimmtudagur, 17. apríl 2008

Má ég kynna Herra Chin


Þessir frábæru eggjabikarar eru enn ein frábær hönnun frá ALESSI. ALESSI er rótgróið ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir og hannar t.d. frábærar eldhúsvörur.
Þessir litlu eggjabikarakallar heita Mr. Chin og voru hannaðir af Stefano Giovannoni. Hann var beðinn um að hanna lukkudýr fyrir nýlistasafnið í Taiwan sem er hluti af The National Palace Museum of Taiwan en það er einskonar Louvre safn þeirra Asíubúa. Þannig varð Herra Chin til.
Á heimasiðu ALESSI má finna fleiri vorur í líki Herra Chin.
Hér heima selur Mirale vorur ALESSI en einnig er hægt að panta þá hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært - mig langar í svona líka, og ef börnunum finnst gaman að borða eggin sín úr svona bikar er það líka stór plús!

kveðja,

Elín