miðvikudagur, 16. apríl 2008

Meiri innblástur fyrir barnaherbergið

Ég er alltaf á höttunum eftir hugmyndum fyrir barnaherbergið. Þegar ég fann Kids Factory fannst mér ég hafa dottið í lukkupottinn. Sjáið bara myndirnar! Síðan er öll á hollensku, en það gerir ekkert til, myndirnar nægja mér.

Hvaða prinsessa vill ekki búa svona?
Geggjað náttúruþema!
Krítartöflumálning og grænt fer vel saman.
Það er sjaldgæft að sjá svona dökka liti í barnaherbergjum en virkar vel ef allt annað er ljóst.
Þetta gæti maður sjálfur búið til úr gömlum veggfóðursrestum sem má fá í Fríðu frænku eða Poppkorn (á hæðinni fyrir ofan Rokk og Rósir).

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held að neðsta veggfóðrið fáist í Hnokkar og Hnátur, sá allaveganna svona í Innlit útlit fyrir löngu.

Kveðja
Gulla

Árný sagði...

Sæl/l
Skemmtileg síða hjá þér/ykkur! :)

Ég sé að það eru oft ekki mörg "comment" við færslurnar svo ég vildi bara segja að ég veit um marga sem kíkja hér inn og hafa gaman að. Vildi bara rétt nefna það ef ské kynni að þú heldir e-ð annað... :)

Allavegna, gott framtak

kv. Árný

obbosí sagði...

Takk fyrir þetta Árný!

Vonandi að fleiri "commenti" með tímanum ....til að skapa umræður og komi jafnvel með fleiri hugmyndir:)

Harpa. sagði...

Alveg dýrðleg síða! Kíki hér inn nokkrum sinnum í viku , hlakka bara til að sjá hvaða snilldar hugmyndir og dótarí hefur poppað hérna upp!
Frábært framtak og vona að þið haldið áfram!

obbosí sagði...

Takk kærlega Harpa:)