miðvikudagur, 16. apríl 2008

Sniðugur snagi

Við rákumst á þessa sniðugu lausn fyrir snaga á heimilið. Ef maður vill aðeins poppa upp andyrið hjá sér en hefur kannski ekki alveg efni á Tree snaganum eftir Katrínu Pétursdóttur og Michael Young þá gerir þessi límmiði ansi mikið fyrir t.d. hvítan vegg.

Límmiðan er hægt að panta frá
Sirku á Akureyri en því miður fylgja snagarnir ekki en hægt er að fá fína ódýra snaga í IKEA, Byko og Húsasmiðjunni.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Vá þetta er geggjað! Ég er búin að vera að leita að einhverjum flottum límmiðum á höfuðborgarsvæðinu en bara ekki fundið neitt sem ég hef verið 100% ánægð með. Svo er ég líka búin að vera að leita að einhverri skemmtilegri lausn í forstofuna hjá mér sem er lítil og þröng svo hér slæ ég tvær flugur í einu höggi!!! Takk!!!