Öll börn þurfa kerru. Maður sleppur ekki svo auðveldlega að fá sér ekki kerru en það búa ekki allir það vel að eiga stóra geymslu eða bílskúr til að geyma herlegheitin í.
Á mínu heimili er kerran geymd í skottinu og vagninn inní herbergi. Það getur verið hálfpirrandi stundum ef maður ætlar að fara út með kerruna að þurfa að fara útí bíl svo maður geti græjað barnið í kerruna, tala nú ekki um ef betri helmingurinn hefur hreinlega skroppið eitthvað á bílnum. Það væri ekki slæmt að eiga snaga svo maður gæti krækt kerrunni á og lokað hurðinni. (Smellið á LESIÐ NÁNAR til að sjá alla greinina).
Á heimasíðu Coochicoos sáum við einmit þessa sniðugu lausn á kerruvandamálinu heima hjá okkur.
StrollAway snaginn er mjög hentugur og auðvelt að krækja ofan á hurð. Hann er hannaður fyrir allar kerrur en þó sérstaklega fyrir stórar fyrirferðamiklar kerrur.
Við sendum þeim tölvupóst um það hvort þeir sendu til Íslands en höfum ekki fengið svar en ef þeir senda ekki beint á frón þá er ekkert mál að senda heim i gegnum ShopUsa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli