þriðjudagur, 8. apríl 2008

Nagarinn

Þetta sniðuga tól hefur bjargað geðheilsunni nokkrum sinnum á mínu heimili. Sérstaklega þegar ertingur í gómnum er sem mestur. Þá í gómnum á dóttur minni ekki mér. Einnig hefur þetta stytt henni stundir þegar hún horfir á mömmu sína elda matinn fyrir hana og svengdin alveg að fara með skapið á henni.

Þetta er ekki eingöngu hægt að nota til að bjarga geðstirðum og ósofnum foreldrum heldur er þetta tilvalin lausn við að gefa ungabörnum ferska ávexti án þess að hafa áhyggjur að það standi í þeim ávaxtabitar.

Einnig frábær lausn þegar þau eru að taka tennur, þá er hægt að skella nokkrum t.d. mangóbitum i frystinn og setja í grisjuna og út kemur frá kælinaghringur (grisja) með br
agði í kaupbæti. Það þykir þessum litlu krílum ekki slæmt.

Það er einng hægt að setja í grisjuna klaka og alla þá ávexti sem þér dettur í hug.

Á mínu heimili eru epli og mangó vinsælastir. Eftir notkun hendir maður plastinu í uppþvottavélina og sýður grisjuna í 20-40 mín.

Baby safe Feeder eins og þetta kallast er hægt að kaupa í Fífu.

Engin ummæli: