Sniðugir snagar
Seinast þegar ég fór í IKEA rakst ég á þessa sætu snaga sem eru tilvaldir í forstofuna fyrir úlpur og töskur krakkanna, nú eða barnaherbergið að sjálfsögðu. Það skemmtilega við þá er að þeir eru úr gæludýradeildinni og kosta aðeins kr 295 stykkið.
2 ummæli:
Var það í IKEA á Íslandi sem þú sást þessa snaga? ég sé þá nefninlega ekki á heimasíðunni en þetta er einmitt það sem ég er að leita af:)
Já það var hér á Íslandi, þeir voru í gæludýradeildinni :)
Vona að þeir fáist ennþá!
Skrifa ummæli