Það er eitthvað heillandi við tréleikföng. Áferðin, hljóðið sem þau mynda, þyngdin, og svo eru þau yfirleitt mjög endingargóð. Af einhverri ástæðu hafa flestir vinir mínir átt börnin sín á vor- og sumarmánuðum, og því er ég á höttunum eftir góðum afmælisgjöfum þessa dagana. Hér sjáið þið það besta af því sem ég hef fundið með því að leita á netinu (leið sem ég nota mikið eftir að ég átti barnið mitt því mér gefst ekki mikill tími til að slæpast í bænum lengur)
Flugvélar frá Völuskríni, vegasalt frá IKEA hundur frá Sipa, risaeðlur frá Sipa, Cuboro kúlubrautarkubbar frá Börnum Náttúrunnar, Lillebo lest frá IKEA og kastalakubbar frá Three potatoe four.
3 ummæli:
Hahahaha
Litla systir sem er 26 ára átti svona kastalakubba þegar við vorum litlar.
kveðja Hilda
ohh, mér finnst kúlubrautarkubbarnir frá Móður Náttúru svo frábærir! var þar seinast í gær og gat ekki látið það vera að setja kúlur af stað :)
kv. Árný
Mér finnst eins og mig minni að þetta hafi verið til á leikskólanum sem ég var á... og það eru sko mörg ár síðan. Ég elska svona leikföng sem margar margar kynslóðir geta leikið sér að, það er eins og fólk á mismunandi aldri eigi alltaf minna og minna sameiginlegt... ehem, bara smá pæling seint á fimmtudagskvöldi... roðn... :)
Skrifa ummæli