fimmtudagur, 22. maí 2008

Þessir eru flottir

Þessir dýrastandar eru alveg frábærir. Allavega kolféll ég fyrir þeim.
Við sáum þá á Mama said shop og eru þeir fáanlegir á einhverri japanskri síðu sem heitir h concept og er öll á japönsku. Það er líklega hægt að panta þaðan en þar sem japanska er ekki mín sterkasta hlið var ég engu nær.

Eins og kemur fram í kommentinu hér undir er ekkert mál að gera þetta sjálfur. Fengum við einmitt hugmynd sem er í framkvæmd að gera skapalón og láta skera út í t.d. plexigler.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Flott! En líka ekkert mál að gera sjálfur :)

Nafnlaus sagði...

vá, það er eins og söguhetjurnar séu sleppa út úr bókunum!