laugardagur, 17. maí 2008

Ljótudúkkufjölskyldan

Frá hinum frjóu og ástföngnu listamönnum David Horvath og Sun-Min Kim spratt fram Ljótudúkkufjölskyldan. Það sem byrjaði sem teikningar af líflegri appelsínugulri fíguru sem kallaðist Wage breyttust fljótt í heilan heim af skemmtun. Árið 2001 sendi David tilvonandi konu sinni, sem varð að snúa aftur til Kóreu, óteljandi smáskilaboð með litlu fígurunni honum Wage teiknuðum neðst á bréfið.
Sun-Min saumaði Wage í form tuskudúkku og sendi hana til David sem óvænta gjöf. David bað Sun-Min að sauma nokkrar til viðbótar fyrir Giant Robot búðina í Los Angeles og seldust þær upp samdægurs. Saumaðar voru fleiri til viðbótar sem seldust upp jafnfljótt. Sun-Min og David hófu þá að hanna fleiri fígúrur úr Ljótudúkkufjölskyldunni, heimur þar sem LJÓTUR þýddi einstakur og sérstakur. Upp úr þessu fóru þau að framleiða alla Ljótudúkkufjölskylduna og hafa unnið til verðlauna fyrir hönnun sína, þar á meðal Toy of The Year (leikfang ársins).

Heimasíða Ljótudúkkufjölskyldunnar er einstaklega flott og skemmtileg sem og dúkkurnar sem ég rakst á í Kisunni á Laugavegi.

Einn meðlimur úr Ljótudúkkufjölskyldunni hefur verið settur á óskalistann hjá brátt eins árs dóttur okkar.

Engin ummæli: