Við fengum að kíkja í heimsókn til nýbakaðra foreldra sem búa í miðborginni. Þar sem þau búa í 2 herbergja íbúð með litlu baðherbergi var lítið pláss fyrir skiptiaðstöðu fyrir litla krílið sem var að koma í heiminn.
Þau brugðu á það ráð að koma fyrir skiptiaðstöðu á ganginum sem liggur inní aðalrými íbúðarinnar.
Mjög sniðug lausn fyrir þá sem búa þröngt.
Skiptiborð og kommóðu fengu þau í IKEA og bleyjuruslatunnuna fengu þau í Baby Sam en hún er einstaklega sniðug fyrir þá sem búa t.d. í blokk þar sem langt er í ruslatunnu. En í hana setur maður óhreinar bleyjur og vacumpakkar ruslatunnan þeim inn þannig að það kemur engin lykt.
Við óskum fjölskyldunni til hamingju með litla prinsinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli