 Nú er sumarfríið að fara að ganga í garð eða hafið og fólk flykkist úr landi í sól og sælu.  Yfirleitt þyngist maður um nokkur kíló þegar maður fer á nýjan stað og borðar dýrindismat. Nú er komin vigt sem maður getur bara skellt í töskuna og vigtað sig allt fríið komið jafnvel nokkrum grömmum léttari en maður fór.
 Nú er sumarfríið að fara að ganga í garð eða hafið og fólk flykkist úr landi í sól og sælu.  Yfirleitt þyngist maður um nokkur kíló þegar maður fer á nýjan stað og borðar dýrindismat. Nú er komin vigt sem maður getur bara skellt í töskuna og vigtað sig allt fríið komið jafnvel nokkrum grömmum léttari en maður fór.Sáum þessa ferðavog á Magellans.com hún einstaklega létt og fyrirferðalítil þannig að auðvelt er að taka hana með sér í fríið.
Hliðarnar eru dregnar út svo þú getir stigið á þær og þyngdin þín sést þá á tölvuskjánum, hægt er að stilla á kg. eða pund. Hún gengur fyrir tveimur Lithium batteríum sem fylgja með og kemur í hlífðartösku.  Hún er 22 cm á lengd 15cm á hæð og 2,5 cm á breidd og vegur aðeins hálft kg.
Það er hægt að panta gripinn á síðunni þeirra og virðist sem að þeir sendi hingað á Frón. Tilvalin í fríið þó ég persónulega myndi nota hana til að vigta töskuna mína. 
 
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli