miðvikudagur, 25. júní 2008

Jarðaberjalímonaði

yammi þetta er svo gott í allri sólinni hérna á Fróni.

Mér finnst límonaði alveg svakalega gott og þegar ég fer til Bandaríkjanna lifi ég á trönuberjasafa og límonaði, kem heim með glerungslausar og súrar tennur svona næstum því.

En þetta gúmmelaði hef ég gert í sólinni handa mér þar sem ég er yfirleitt ein heima seinnipartinn og líkað svona líka vel við.

Innihald:
1 box jarðaber fersk
8 msk. hrásykur
2 tsk. flórsykur
1.5 bolli nýkreistur sítrónusafi
Sódavatn

Aðferð.
Áður en þið kreistið/pressið safann úr sítrónunum, rúllið þeim létt með lófanum á eldhúsbekknum. Þetta eykur flæðið í safanum í sítrónunni og gerir kreistuna/pressuna auðveldari. Gott er að nota safapressu. Setjið í könnu.
Setjið jarðaberin og 2 tsk flórsykur í blandara og blandið saman.

Allt sett í könnu ásamt sítrónusafanum, sykrinum og fyllið með sódavatni (ca.1-1.5 l.) Bíðið þangað til sykurinn leysist upp, hrærið af og til í. Gott að setja meiri sykur ef ykkur finnst þetta enn of súrt.

Engin ummæli: