mánudagur, 8. desember 2008

Draumur hverrar konu!

Ég rakst á alveg ótrúlega síðu í dag. Hér geturðu hlaðið inn mynd af sjálfri þér og manninum þínum og séð hvernig barnið ykkar mun líta út! Þar sem ég á nú þegar barn með manninum mínum fannst mér það nú ekki nógu spennandi, svo hér sjáið þið hvernig barnið mitt og Brad Pitt myndi líta út!

Þá á ég bara eftir að athuga með Johnny Depp, Matt Damon, Gael Garcia Bernal, Christian Bale, Jake Gyllenhaal (namm namm)... Þetta verður gaman!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha!
sætur krakki!