miðvikudagur, 28. janúar 2009

Taubleiubrot

Ég á von á mínu öðru barni innan skamms og ég hef verið að íhuga að nota taubleiur, allavega að hluta til. Ég uppgötvaði hvílíkur frumskógur taubleiuheimurinn er þegar ég fór að kynna mér málið, en ég ákvað að kaupa bara eitt eða tvö stykki af nokkrum mismunandi tegundum, sjá svo hvað mér líkar best að nota og kaupa þá fleiri af þeim. Ég á núna tvær vasableiur úr krónunni í stærð xs, eina "all in one" og eina vasableiu frá Mommy's touch, þær koma bara í einni stærð, eina vasableiu frá Bumgenious í minnstu stærð og fyrir þetta allt saman hef ég keypt ýmis konar innlegg í mismunandi stærðum, úr bæði microfiber og hamp. Svo ætla ég að kaupa eins og tvennar bleiubuxur til að nota með gömlu góðu gasbleiunum. Þær þarf auðvitað að brjóta saman eftir kúnstarinnar reglum en þar sem það eru hátt í 30 ár síðan móðir mín átti bleiubörn var fátt um svör þegar ég spurði hana hvernig maður bæri sig að. Sem betur fer er nú hægt að finna allt á internetinu, svo hér er hlekkur á myndband sem sýnir taubleiubrot fyrir nýfædd börn, og hér hvernig bleian er sett á.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég notaði bara gasbleiur á strákinn minn fyrstu mánuðina og braut þær einmitt svona. Núna á ég fleiri tegundir af flottari bleium. Ég mæli með að nota ImseVimse bleiucover (sem fást í Þumalínu) yfir gasið.
Gangi þér vel! :)
-Guðrún

Guðný sagði...

Mig langaði bara að segja að ég keypti eina vasableyju í Krónunni bara til að prófa. Sniðið er alveg glatað, það pokar allt að framan. Ég setti teygju inni í bleyjuna að framan og hún er betri þannig. Innleggin eru ekki góð, flísið dregur ekki í sig raka en mikroterry efnið gerir það. Svo langar mig að benda þér á montrassar.net það eru heimasaumaðar bleyjur, mjög góðar og frábær þjónusta. Gangi þér vel. ég hef bara notað taubleyjur frá því að hún fæddist (4 mán) og þetta er ekkert mál.